Fréttir

Uppbókað á námskeiðið „Tálgað og talað“

Mikil ásókn hefur verið á námskeiðið „Tálgað og talað“ sem fer fram í Heiðmörk miðvikudaginn 14. ágúst. Á námskeiðinu verður fjallað um grunnatriði í tálgun, hvernig hægt er að skipuleggja tálgun með grunnskólabörnum, og tengsl tálgunar við núvitund, náttúruna og skóginn. Námskeiðið er nú uppbókað.

Það er gleðilegt að svo mikill áhugi sé á námskeiðinu. Enda viljum við að sem flest njóti þess að dvelja í skóginum og kynnast náttúrunni – meðal annars með því að tálga.

Stefnt er að því að halda námskeiðið aftur næsta haust.

Nánari upplysingar um námskeiðið má nálgast hér.