Fréttir

Upp og niður

Þetta var síðasta vika Sörens og Jakobs í þetta skiptið hér á landi. Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag og afbrags afköst.

Garfast var að vanda í Heimörk við hitt og þetta og senn líður að jólaerli.

Hlynur hálfbakur og Gústaf glaðvasi fóru í Múlastaði og drógu strandaglópasexhjólið fræga upp í Múla og fengu afnota af sexhjólinu á Hrísum til þess. Takk kæru nágrannar á Hrísum fyrir lánið.

mulastadir-gustaf-og-hlynur-saekja-strandaglopa-sexhjol-a-hrisa-lans-hjolinu_26102016hgs Þarna má sjá Hlyn draga Gústaf á bilaða hjólinu. Björgunarstarfið fór fram í þoku.

mulastadir-gustaf-og-hlynur-saekja-strandaglopa-sexhjol-og-skoda-afbragds-greni-langt-uppi-a-mula-vid-girdinugna_26102016hgs Uppi við efstu girðingu má sjá afburðafallegar greniplöntur sem gróðursettar voru í vor. Spurnining hvenær þær ná upp í mannhæð, Hlynur giskar bjartsýnn og segir 10 ár og Gústaf telur Hlyn klikkaðann… með réttu.