Undirritaður var í dag samningur um Náttúruskóla Reykjavíkur af hálfu Reykjavíkurborgar, Náttúruskólans, Landverndar og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Samningurinn var undirritaður í Rjóðrinu við Elliðavatnsbæ, en þann stað hefur Náttúruskólinn mikið notað á undanförnum árum í tengslum við útikennslu í grunnskólum borgarinnar. Að undirritun lokinni bauð Helena Óladóttir skólastjóri Náttúruskólans viðstöddum að smakka kræsingar eldaðar af 4. bekk ísaksskóla sem í vetur hlýtur menntun í heimilisfræðum í Rjóðrinu á Elliðavatni. Að neðan má sjá myndir frá undirrituninni og skólastofunni í Rjóðrinu. Það var hlýtt við eldinn þrátt fyrir að það kingdi niður snjó.
Undirritun Náttúruskólasamnings í Rjóðrinu
28 jan
2009