Á döfinni

Umsóknarfrestur til 8.nóvember 2019 – Jólamarkaður í Heiðmörk

 

UMSÓKN
Við pöntun skal taka fram nafn, kennitölu, símanúmer og hvaða vöru er verið að selja. Senda verður myndir og texta um vöru og uppruna.
Sara Riel heldur utan um markaðinn í ár og mun svara umsóknum í gegnum tölvupóst eigi síðar en 15. nóvember.
Nánari upplýsingar um markaðinn og bókanir eru að fá á netfanginu [email protected]

Svar við umsókn
Athugið að staðsetning í sal eða jólahúsi er ekki fest við pöntun. Svör við umsóknum/pöntunum verður í síðasta lagi svarað og staðfest 15.nóvember. Vegna mikillar ásóknar verður valið inn á markaðinn og er það gert til að bæta gæði, úrval og fjölbreytni á vöruúrvali.

Markaðssetning og kynning
Skógræktarfélagið mun sjá um að kynna jólamarkaðinn með ýmsum hætti, s.s. samfélagsmiðlar, útvarps-, skjá- og blaðaauglýsingar og að laða að gesti með skemmti- og menningardagskrá.

Aðstaða fyrir sölufólk:
Jólahús á plani er þrjú og í hverjum er pláss fyrir einn til tvo bása. Húsin mynda smá torg á planinu.
Salirnir eru tveir, eldri og nýrri, og eru þeir samliggjandi en gengið er niður stiga í eldri salinn. Samanlagt eru 15-16 borð í sölunum. Borð (150×80 cm) og stólar og aðgangur að rafmangi er á staðnum. Húsið er upphitað en það er gamalt og hurðin er mikið að opnast þannig að búast má við að salurinn verði ansi svalur.
Salir og útisvæði eru skreytt og jólaljósalýst.