Fréttir

Um Jólakofa Skógræktarfélags Reykjavíkur og vöruúrval

Skógræktarfélagið í Reykjavík snýst ekki bara um að gróðursetja og grisja, heldur einnig að skapa menningu og upplifanir fyrir borgarbúa. Við viljum efla vitund fólks á þeirri auðlind sem skógur er og þeim möguleikum sem auðlindin býður upp á. Jólamarkaður í Heiðmörk er hluti af þessari hugsjón.

Skógræktarfélag Reykjavíkur vinnur með efniviðinn og kemur honun í mismunandi form – Tröpputré, eldiviður, fánastangir, plankar, parket, leikföng og húsgögn eru allt vörur sem við framleiðum.

Við hvetjum alla að koma við í jólakofa Skógræktarfélagsins í RVK og eiga við okkur spjall um félagstarfsemina. Þeir sem skrá sig í félagið fá góðan afslátt á jólatrjám og eldivið.

Skógræktarfélag Reykjavíkur selur að sjálfsögðu íslensk jólatré af ýmsum gerðum, en fyrir hvert keypt tré eru 50 gróðursett.
Stafaura / Sitkagreni / Rauð-/blágreni
0-1 meter – 5000 kr
1-1,5 meter : 7000 kr
1,5-2 meter : 9000 kr
2-2,5 meter :12000 kr
2,5-3 meter :16000 kr
Eldiviður : 2500 kr
Greinabúnt: 1000 kr