Fréttir

Tryggið ykkur jólatré snemma

jolamarkadur-04

Höggvin jólatré fást á Hlaðinu á Elliðavatnsbæ í Heiðmörk. Opið allar helgar milli 11 0g 17.

Jólaskógurinn í Hjalladal þar sem fólk getur komið og höggvið sjálft opnar 13. desember klukkan 11 – 16 og er opinn allar helgar fram að jólum.

Hér fylgja leiðbeiningar um jólatré, fengnar á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands.

Með því að velja íslenskt jólatré styrkir þú skógræktarstarfið á Íslandi. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursettt 30- 40 ný tré.

Til að tryggja að tréð standi ferskt yfir jólin þarf að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum.

A. Geymið jólatréð á köldum stað fyrir uppsetningu, til dæmis á svölum eða í bílskúr.

B. Gætið þess að jólatréð standi ávallt í vatni.

C. Þegar tréð er sett upp á að saga sneið neðan af bolnum, ca. 5 cm þykka.

D. Hafið tréð í góðum vatnsfæti og gætið þess að hann þorni ekki.

E. Fyrsta vatnsáfyllingin má gjarna vera með heitu vatni

Að notkun lokinni á að skila trénu í endurvinnslu.

_mg_3487