Fréttir

Tré mánaðarins – tilnefningar óskast

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur nú fyrir vali á Tré mánaðrins. Fyrsta tréð var valið í júní á þessu ári og það síðasta verður í maí 2009. Dómnefnd á vegum félgasins velur tréð hverju sinni. Tilnefningar óskast frá borgarbúum og má senda þær á netfangið [email protected] eða tilkynna í síma 8560058. Dómnefndin skoðar allar ábendingar sem berast. Grasafræðingur er nefndinni til ráðgjafar og úrskurðar um álitamál. Ekkert eitt atriði ræður vali trésins heldur kemur ýmislegt til álita svo sem hár aldur, óvenjuleg lögun merkileg saga, sjaldgæf tegund o.fl.