Fréttir

Tré fyrir tré!

hjalladalur-minni

Nýverið kom tilkynning frá Reykjavíkurborg um að ekki yrði safnað gömlum jólatrjám í borginni á þeirra vegum þetta árið.  Borgin hefur venjulega sinnt þessu eftir áramót en gerir það ekki að þessu sinni.Þar sem gömlu jólatrén fara fremur illa í fjölskyldubílnum er þörf á nýjum lausnum. Til að leysa þetta mál ætla Gámaþjónustan hf og Skógræktarfélag Reykjavíkur að taka höndum saman um söfnun jólatrjáa á Reykjavíkursvæðinu. Við sækjum trén heim til þeirra sem þess óska fyrir  800 krónur. Fyrir hvert jólatré sem Gámaþjónustan safnar, gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur eitt jólatré í Heiðmörkinni friðlandi okkar höfuðborgarbúa. Þeim fjölskyldum sem nýta sér þessa lausn verður boðið að koma í Heiðmörkina í vor og taka þátt í gróðursetningu trjánna. Það er mikilvægt að skila aftur til náttúrunnar því sem frá henni er tekið.Þetta er ódýr og auðveld leið til að losa sig við gamla tréð og efla skógræktina  í leiðinni. Gámaþjónustan nýtir gömlu trén í moltugerð sína, en moltan er mjög kraftmikill áburður sem meðal annars nýtist við gróðursetningu trjáplatna. Pöntun á hirðingu þarf að eiga sér stað fyrir 10. janúar á: www.gamar.is og þar eru allar frekari upplýsingar. Hér umfjöllun um málið á stöð 2:  http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=468d0d99-b07e-4a29-8531-b4a66b2de1f7&mediaClipID=e406b32e-025f-4786-8b53-2a1bf520b133