Tré mánaðarins

Tré ágústmánaðar

Tré ágústmánaðar er afbrigði körfuvíðis semkallast þingvíðir (Salix viminalis L. ‘Þingvíðir’).  Hann vex á lóð við leikskólann  Steinahlíð í Vogahverfinu í Reykjavík.

Húsið þar sem leikskólinn er nú starfrækturvar byggt árið 1932 af þeim Elly Schepler Eiríksson og HalldóriEiríkssyni.  Þau gáfu Barnavinafélaginu Sumargjöf húsið og landið umhverfis árið 1949 og hefur leikskóli verið starfræktur þar síðan. Ósk  Ellyjar og Halldórs var að sérstök áhersla væri lögð á kenna börnunum að meta og rækta tengslin við náttúruna og hefur þar alla tíð veriðlögð áhersla á matjurta- og trjárækt. Steinahlíð tekur þátt í Grænfánaverkefninu í samstarfi við Landvernd.

Börnin í Steinahlíð   kalla þingvíðinn ,,töfratréð” og er hann vinsælasta klifurtréð í garðinum.   SvalaJ óhannsdóttir leikskólakennari benti Skógræktarfélaginu  á þetta einkennilega tré og segir að þegar gestir komi í heimsókn  frá öðrum leikskólum sé þeim alltaf boðið að klifra í ,,töfratrénu”.  Þegar börnin hafa náð þriggja ára aldri tekst þeim yfirleitt að klifra upp á neðstu greinar trésins og síðan fara  þau hærra og hærra.  Tréð  er 6,15 metrar á hæð, ummál  í brjósthæð  0,65m. og umfangið  7,50 m.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er þingvíðirinn í Steinahlíð furðulegur í laginu og ber þess merki að hafa orðið fyrir veðurfarsskemmdum og miklu klifri og einnig kunna snjóþyngsli að eigaþátt í lögun hans. Þó heldur hann áfram að vaxa og það með stórum sveigjum í allar áttir.

tre2

Þingvíðir er kenndur við Alþingishússgarðinn,en Tryggvi Gunnarsson gróðursetti hann þar í lok 19. aldar.  Það tré er nú horfið, en árum saman var þingvíði fjölgað út frá þessu tré og  seldi  Skógræktarfélag Reykjavíkur mikið af honum á sínum tíma. Ræktun hans lauk að mestu eftir mikið vorhret sem gerði 1963 og skemmdi fjölda trjáa  á sunnanverðu landinu. Á nokkrum stöðum utan þéttbýlis Reykjavíkur standa  þó enn stæðileg þingvíðitré  sem nutu  þess að seinna voraði þar en  í húsagörðumborgarinnar.

 

Þingvíðirinn er talinn af norrænum uppruna þar sem hann vetrarbýr sig eðlilega á haustin, en blómgast líka þegar hlýindakafla gerir á veturna og lætur því  ásjá.  Hann er hraðvaxta og fyrirferðamikill, laufblöðin  löng og mjó og fá gulahaustliti. Þrátt fyrir allt er þingvíðirinn glæsileg trjátegund sem vert er að rækta áfram í hlýnandi veðurfari og þá einna helst í stórum görðum og á útivistarsvæðum.