Fréttir

Til minningar um 100 ára afmæli Einar G.E. Sæmundsen

Einar G.E. Sæmundsen gengdi stöðu framkvæmdarstjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur frá árinu 1948 til 1969 og var sá fyrsti til þess að gegna þeirri stöðu hjá félaginu. Þetta voru miklir umbrotatíma í sögu félagsins þar sem m.a. Heiðmörk var stofnuð og hafinn var ræktun á skóginum í Öskjuhlíð, Einar skipar því mikilvægan sess í sögu Skógræktarfélags Reykjavíkur. Sunnudaginn 17. September hittist ríflea 70 manna hópur af ættingjum og vinum til þess að minnast hans í gamla sal Elliðavatnsbæjarins.

142  210

Einar G. E. Sæmundsen

Einar Guðmundur Einarsson Sæmundsen fæddist 18. september. 1917 á Þjótanda í Villingaholtshreppi, Árn. Foreldrar hans voru hjónin Einar Einarsson Sæmundsen, f. 7.10. 1885 á Hrafnabjörgum, í Hlíðarhr., N-Múl, d. 16.2. 1953, skógfræðingur og skógarvörður á Suðurlandi, búsettur í Reykjavík, og Guðrún Sigfríður Guðmundsdóttir Sæmundsen, f. 14.9. 1886 á Nautabúi í Hólahr., Skag., d. 15.8. 1972, húsfreyja í Reykjavík, síðar í Kópavogi.

Einar ólst upp við skógrækt og hestamennsku undir handleiðslu föður síns, sem var landskunnur hestamaður og hagyrðingur. Hann fetaði í fótspor föður síns, er hann hafði aldur til og stundaði skógræktarnám í Danmörku og Noregi.

Eftir nám gerðist Einar skógarvörður Norðurlands með búsetu að Vöglum í Fnjóskadal. 1940-1947. Hann var síðan hann skógfræðingur og skógarvörður á Suðvesturlandi 1948 og gegndi þeirri stöðu þar til hann lést. Á skógræktarferlinum kom hann að mörgum framfaramálum s.s. skjólbeltarækt og fyrstu bændaskógaáætluninni Fljótsdalsáætlun, sem síðar varð að Héraðsskógaáætluninni.

Einar sat lengi í stjórn hestamannafélagsins Fáks og síðar tók hann að sér störf á vegum Landssambands hestamannafélaga, fyrst í ritstjórn tímarits þess, „Hestsins okkar”, þegar það hóf göngu sína, og átti stóran þátt í að móta það og leiða. Síðan var Einar formaður Landssambands hestamanna frá 1965 til dauðadags.

Eiginkona Einars frá 23.7. 1940 var Sigríður Vilhjálmsdóttir, f. 3.6. 1916 í Reykjavík, d. 12.8. 1999, húsfreyja í Kópavogi. Foreldrar hennar voru hjónin Vilhjálmur Vigfússon, sjómaður og verkamaður í Reykjavík, og Þórdís Þorsteinsdóttir húsfreyja.

Börn Einars og Sigríðar eru Einar, f. 1941, Ólafur Guðmundur, f. 1943, Vilhjálmur, f. 1947, og Jónína Guðrún, f. 1948.

Einar lést í bílslysi við Heiði í Biskupstungum 15.2. 1969.