Einar G.E. Sæmundsen gengdi stöðu framkvæmdarstjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur frá árinu 1948 til 1969 og var sá fyrsti til þess að gegna þeirri stöðu hjá félaginu. Þetta voru miklir umbrotatíma í sögu félagsins þar sem m.a. Heiðmörk var stofnuð og hafinn var ræktun á skóginum í Öskjuhlíð, Einar skipar því mikilvægan sess í sögu Skógræktarfélags Reykjavíkur. Sunnudaginn 17. September hittist ríflea 70 manna hópur af ættingjum og vinum til þess að minnast hans í gamla sal Elliðavatnsbæjarins.
Einar G. E. Sæmundsen
Einar Guðmundur Einarsson Sæmundsen fæddist 18. september. 1917 á Þjótanda í Villingaholtshreppi, Árn. Foreldrar hans voru hjónin Einar Einarsson Sæmundsen, f. 7.10. 1885 á Hrafnabjörgum, í Hlíðarhr., N-Múl, d. 16.2. 1953, skógfræðingur og skógarvörður á Suðurlandi, búsettur í Reykjavík, og Guðrún Sigfríður Guðmundsdóttir Sæmundsen, f. 14.9. 1886 á Nautabúi í Hólahr., Skag., d. 15.8. 1972, húsfreyja í Reykjavík, síðar í Kópavogi.
Einar ólst upp við skógrækt og hestamennsku undir handleiðslu föður síns, sem var landskunnur hestamaður og hagyrðingur. Hann fetaði í fótspor föður síns, er hann hafði aldur til og stundaði skógræktarnám í Danmörku og Noregi.
Eftir nám gerðist Einar skógarvörður Norðurlands með búsetu að Vöglum í Fnjóskadal. 1940-1947. Hann var síðan hann skógfræðingur og skógarvörður á Suðvesturlandi 1948 og gegndi þeirri stöðu þar til hann lést. Á skógræktarferlinum kom hann að mörgum framfaramálum s.s. skjólbeltarækt og fyrstu bændaskógaáætluninni Fljótsdalsáætlun, sem síðar varð að Héraðsskógaáætluninni.
Einar sat lengi í stjórn hestamannafélagsins Fáks og síðar tók hann að sér störf á vegum Landssambands hestamannafélaga, fyrst í ritstjórn tímarits þess, „Hestsins okkar”, þegar það hóf göngu sína, og átti stóran þátt í að móta það og leiða. Síðan var Einar formaður Landssambands hestamanna frá 1965 til dauðadags.
Eiginkona Einars frá 23.7. 1940 var Sigríður Vilhjálmsdóttir, f. 3.6. 1916 í Reykjavík, d. 12.8. 1999, húsfreyja í Kópavogi. Foreldrar hennar voru hjónin Vilhjálmur Vigfússon, sjómaður og verkamaður í Reykjavík, og Þórdís Þorsteinsdóttir húsfreyja.
Börn Einars og Sigríðar eru Einar, f. 1941, Ólafur Guðmundur, f. 1943, Vilhjálmur, f. 1947, og Jónína Guðrún, f. 1948.
Einar lést í bílslysi við Heiði í Biskupstungum 15.2. 1969.