- Sá fjórði, Þvörusleikir,
- var fjarskalega mjór.
- Og ósköp varð hann glaður,
- þegar eldabuskan fór.
- Þá þaut hann eins og elding
- og þvöruna greip,
- og hélt með báðum höndum,
- því hún var stundum sleip.
Svona orti Jóhannes úr Kötlum um Þvörusleiki, sem kom aðeins of snemma til byggða og birtist óvænt á Jólamarkaðnum Elliðavatni í dag.