Esjufréttir

Þjónustumiðstöð við rætur Esjunnar

Nú styttist í að opnuð verði Þjónustumiðstöð við Esju með mat og drykk og ýmsum upplýsingum um borgarfjall Reykvíkinga. Það eru Pjetur Árnason og félagar sem eiga veg og vanda að  hinni nýju Þjónustumiðstöð og fagnar Skógræktarfélagið framtaki þeirra
félaga og óskar þeim góðs gengis við að þjónusta hinn sívaxandi fjölda sem leggur leið sína í hlíðar Esjunnar.
Á meðfylgjandi myndum sem teknar voru fyrir nokkrum dögum má sjá 140 fermetra timburhús flutt á staðinn, skammt frá bílastæðinu við Kollafjörð, rétt austan Mógilsár. Á hinni myndinni er Pjetur staðarhaldari  í dyrum hinnar fyrirhuguðu Þjónustumiðstöðvar.

jnustumist_esju_mars_09_006_2
 
jnustumist_esju_mars_09_008_2