Fréttir

„Tálgað og talað“: Námskeið um tálgun og kennslu

Skógræktarfélag Reykjavíkur gengst fyrir námskeiði um tálgun miðvikudaginn 14. ágúst. Á námskeiðinu verður fjallað um grunnatriði í tálgun, hvernig hægt er að skipuleggja tálgun með grunnskólabörnum, og tengsl tálgunar við núvitund, náttúruna og skóginn.

Námskeiðið er í Smiðjunni við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk, miðvikudaginn 14. ágúst, frá 14:00-18:00. Tálgunarhnífar og efniviður verða á staðnum.

UM NÁMSKEIÐIÐ

Lengd námskeiðs er fjórar klukkustundir.

Tími: Miðvikudagur 14. ágúst, kl. 14:00-18:00

Staðsetning: Smiðjan, við Elliðavatnsbæinn, Heiðmörk

Heiti námskeiðs: Tálgað og talað

Kennari: Þórdís Halla Sigmarsdóttir, B.Ed og MA í umhverfis- og náttúrusiðfræði. Kennari við Kársnesskóla í 19 ár, nú deildarstjóri í Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu.

————

Á námskeiðinu verður farið yfir kennslutilhögun í tálgun undir berum himni. Hvað þarf að taka með, hvernig er hægt að haga undirbúningi og framkvæmd við tálgun með nemendum í 1.-10. bekk. Grunnatriði í tálgun kennd. Þá er fjallað um handverk sem grundvöll núvitundar og tengingu við náttúruna.

Á námskeiðinu er byggt á því að virkar hendur virki hugsun. Margir hafa upplifað að fá góðar hugmyndir þegar hendurnar vinna, ná betri einbeitingu eða leysa hugræn vandamál með eitthvað í höndunum. Við tálgun eykur flugbeittur hnífur einbeitinguna þar sem athyglin þarf sífellt að vera vakandi til að fyllsta öryggis sé gætt. Þetta tvennt ásamt sköpunargleðinni við að tálga tel ég að auki enn á það núvitundarástand sem hægt er að ná í skapandi ferli.

Tálgun er gagnvirk iðja þar sem sá eða sú sem tálgar, á í nokkurs konar samtali við viðinn. Hver lifandi trjágrein er einstök. Það þarf að horfa á, snerta, handleika og skynja efnið og sífellt að endurmeta hvernig viðinn er mótaður með tálgun. Þessu ferli má að mörgu leyti líkja við gagnrýna hugsun.

Meistarraritgerð Þórdísar, „Tálgun, tal og hugsun” er aðgengileg á skemman.is.

Gert er ráð fyrir að námskeiðið fari fram utandyra nema veður hamli.

Á námskeiðinu er fjallað um

-Hvað þarf til að kenna tálgun úti í náttúrunni: Undirbúning, skipulag og framkvæmd.

-Grunnatriði í tálgun.

-Hvernig nota má tálgun til að auka tengingu barna við náttúruna og núvitund.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar smíðakennurum sem vilja koma sér af stað í tálgun, áhugasömum kennurum sem vilja taka fyrstu skref í þessu formi útikennslu, og fólki sem vill tálga og njóta náttúrunnar með börnum.

Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á [email protected]. Þátttökugjald er 15.000 krónur en 10.000 fyrir félagsmenn í Skógræktarfélagi Reykjavíkur.

Tálgað í Furulundi í maí.

1 thoughts on “„Tálgað og talað“: Námskeið um tálgun og kennslu

Comments are closed.