Fréttir

Takk fyrir stuðninginn og góðar stundir á aðventunni

Góð þátttaka var á viðburðum félagsins á aðventunni og margir sem nutu jólastemmningarinnar í skóginum. Sérstaklega fjölgaði þeim sem uppgötvuðu Jólaskóginn á Hólmsheiði. Við vorum mjög heppin með vetrarveðrið og ánægð að geta boðið borgarbúum í heimsókn til okkar í Heiðmörk allan desember. Jólatré seldust næstum því upp á síðustu helginni. Mörg heimili skarta fallegu jólatré eða tröpputré úr Heiðmörk þetta árið.

Jólatrjáasala er ein af helstu leiðum félagsins til að afla tekna. Jólatrjáasalan gerir okkur kleift að leggja meira í starfið — rækta skóg, byggt upp stíga og áningarstaði á útivistarsvæðunum, og standa fyrir viðburðum og fræðslu.

Takk fyrir að styrkja félagið og taka þátt í að skapa góðar stundir í skóginum!

Skógræktarfélag Reykjavíkur óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.