Fréttir

Takk fyrir komuna á aðventunni. Gleðileg jól!

Viðburðir Skógræktarfélags Reykjavíkur í aðdraganda jólanna voru vel sóttir. Jólamarkaður var í Heiðmörk, Jólaskógur á Hólmsheiði og jólatrjáasala á Lækjartorgi. Þetta var þriðja árið sem jólatrjáasala er á Lækjartorgi og nýtur hún mikilla vinsælda. Færri komust í Jólaskóginn en vildu þar sem hann var lokaður síðustu helgina í aðventu vegna ófærðar.

 

Að öðru leyti heppnuðust viðburðir almennt vel og seldust nær öll jólatré sem höfðu verið tekin til. 50 ný tré verða gróðursett fyrir hvert selt tré. Á næsta ári verða því gróðursettir tugir þúsunda trjáa, þökk sé þeim sem keyptu jólatré.

 

Takk fyrir stuðninginn á árinu. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!