Mikill fjöldi heimsótti Jólamarkaðinn á Elliðavatni um helgina og gerði sér glaðan dag í Heiðmörk. Á Hlaðinu er mikið úrval tröpputrjáa um hverja helgi og fara vinsældir þeirra vaxandi. Sumir eru að koma í þriðja sinn og fá sér tröpputré og erum við hjá Skógræktarfélaginu að sjálfsögðu ánægð með það! Þá er jólatrjáasalan hafin af fullum krafti og verður nóg úrval af trjám hjá okkur helgarnar fyrir jól. Síðan byrjar Jólaskógurinn eins og kunnugt er í Hjalladal laugardaginn 12. desember þegar borgarstjóri Reykjavíkur kemur með fjölskyldu sinni og velur sér tré.
Hér má sjá Júlíus trérennismið sem kemur til okkar í söluskúr alla laugardaga á aðventunni með sína glæsilegu smíðis
gripi.
Hrafnhildur hefur tekið ástfóstri við Kjallarann og er allar helgar með sölubás þar og selur ullarhúfur, skartgripi og fleira. Hér má sjá Hrafnhildi á spjalli við viðskiptavin um liðna helgi.