Fréttir

Sveppatínsla á laugardaginn

kngssveppur

Árleg sveppatínsluferð Skógræktarfélags Reykjavíkur verður í Heiðmörk laugardaginn 5. september  kl. 11-13. Leiðbeinandi verður Ása Margrét Ásgrímsdóttir, sveppaáhugakona og höfundur bókarinnar Matsveppir í náttúru Íslands. Ása Margrét leiðir áhugasama um kjörlendi sveppa í Heiðmörk og leiðbeinir við greiningu og tínslu. Áhugasömum náttúruunnendum gefst þarna kjörið tækifæri til að læra grunnatriðin í sveppatínslu. Lagt verður upp frá Furulundinum í Heiðmörk kl. 11 að morgni. Lundurinn er merkur inn á kort af svæðinu, sjá hér:

https://heidmork.is/kort/heidmork/heidmork_tr.asp

Munið að hafa meðferðis körfur og góða hnífa.