Heiðmörk:
Í Heiðmörk hefur færst ró yfir skóg. Landsvirkunarhópurinn er búinn þetta sumarið og þökkum við vel fyrir þeirra framlag að betri Heiðmörk þetta sumarið. Einnig hætti Veitu-hópurinnn í gær og þökkum við þeim einnig kærkomið framlag þetta sumarið. Með þeim hefur þetta sumar verið skemmtilegt og þræl gaman að kynnast þeim, öllum sem einu. Okkur hefur þó bæst einn liðsstyrkur, Jónas, okkar eigin Jónas.
Þarna má sjá Jónas (tv) vera malla mat á stóvinni og Einar Gunnarsson yfirsmakkara.
Skúli í Barra kom með 10.000 plöntur eða svo til okkar.
Hér má sjá þorra þeirra plantna. Líklega fara þær niður á Múlastöðum og í Esjuna.
Múlastaðir:
Alltaf er brasað eitthvað á Múlastöðum. Nú er rotþróin komin niður svo nú geta menn skilað af sér. Næst er bara að koma heitu vatni í húsið. Svo var hafist handa við að búa til berjabeð, slóðagerð, ræsislögn og síðast en ekki síst, múrbrot í hlöðunni.
Siggi mokar yfir affallið af rotþrónni. þaðan sem afgangurinn rennur.
Þarna eru Hafsteinn og félagi að sverfa úr veggnum og stækka gatið milli stóru rýmanna í hlöðunni. Það tók ekki lagan tíma, enda vanir menn þarna á ferð.
Broið var svo dreginð út og vonandi verður það notað eitthvað, t.d.undirstöður í brú eða eitthvað skemmtilegt.
Þarna er búið að grafa milli tveggja voldugra skurða til að koma fyrir voldugu ræsi. Þetta er mjög mikilvæg vegleið og verður því ekkert sparað. 40 sm steypt rör frá Loftorku í 7 1,5 m löngum bútum. sem sagt 10,5 metrar að breidd.
Á forsíðu er mynd af mæðgum íhuga göngu yfir rimlahliðið við heimahúsin á Múlastöðum. Þær fóru svo ekki yfir, heldur snéru við.
Nú fer senn haustgraóðursetning að ganga í garð. Því veðrur lagt ómannlegur kraftur í að gera aðgengi á Múlastöðum betra. Slóðagerð í hávegum næstu daga.
Hefur þú, eða veistu um einhvern sem hefur áhuga og vilja á að gróðursetja, vinsamlegast hafið samband við Hlyn
hlynur att heiðmörk.is