Skógræktarfélag Reykjavíkur auglýsir sumarstörf í Heiðmörk, annars vegar flokksstjórastöður og hins vegar stöður almennra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 23. apríl næstkomandi.
————–
Flokkstjórar í skógrækt og almennri umhirðu í Heiðmörk
Skógræktarfélag Reykjavíkur er sjálfstætt starfandi áhugamannafélag sem vinnur að skógrækt og landbótum ásamt uppbyggingu og umhirðu útivistarsvæða. Heiðmörk er í umsjón félagsins en svæðið nýtur mjög mikilla vinsælda og eykst fjöldi gesta ár frá ári. Leitað er að flokkstjórum til tímabundinna starfa í sumar.
Flokkstjóri stýrir og tekur þátt í störfum vinnuflokks í Heiðmörk. Vinnuflokkurinn sinnir gróðursetningum og almennri umhirðu svo sem ruslatínslu, grasslætti, þrifum, málun og annarri útivinnu. Einnig tekur hópurinn þátt í vinnu við stígagerð ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Um er að ræða 100% samfellt útistarf í 10 vikur frá 5. júní – 11. ágúst 2023.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Umsjón með vinnu vinnuflokks í Heiðmörk.
Umsjón með öryggisatriðum vinnuflokksins s.s. varðandi persónuhlífar, endurskinnsfatnað o.fl.
Umsjón með verkfærum og tækjabúnaði sem flokkurinn notar við störf sín.
Flokkstjóri skilar vinnuskýrslu fyrir sig og vinnuflokkinn.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsækjendur þurfa að vera 20 ára og eldri.
Ökuréttindi með leyfi fyrir dráttarkerru eru skilyrði.
Góð færni í mannlegum samskiptum.
Geta til að vinna sjálfstætt og í hópi.
Hafa gaman af verklegri útivinnu.
Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg en ekki skilyrði.
Laun eru skv. kjarasamningi stéttarfélagsins Eflingar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Skógræktarfélags Reykjavíkur í síma 564 1770.
Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum vefsíðuna alfred.is (sjá hér).
————
Starfsfólk í skógrækt og almennri umhirðu í Heiðmörk
Skógræktarfélag Reykjavíkur er sjálfstætt starfandi áhugamannafélag sem vinnur að skógrækt og landbótum ásamt uppbyggingu og umhirðu útivistarsvæða. Heiðmörk er í umjón félagsins en svæðið nýtur mjög mikilla vinsælda og eykst fjöldi gesta ár frá ári. Leitað er að starfsfólki til tímabundina starfa í sumar.
Starfsfólk í vinnuflokki Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk sinnir gróðursetningum og almennri umhirðu svo sem ruslatínslu, grasslætti, þrifum, málun og annarri útivinnu. Einnig tekur hópurinn þátt í vinnu við stígagerð ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Um er að ræða 100% samfellt útistarf í 8 vikur frá 12. júní – 4. ágúst 2023.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Vinna við gróðursetningar trjáplantna.
Almenn útistörf, svo sem ruslatínsla, þrif, málningarvinna, grassláttur o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsækjendur þurfa að vera 18 ára og eldri.
Ökuréttindi eru skilyrði.
Góð færni í mannlegum samskiptum.
Eiga gott með að vinna sjálfstætt og í hópi.
Hafa gaman af verklegri útivinnu.
Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg en ekki skilyrði.
Laun eru skv. kjarasamningi stéttarfélagsins Eflingar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Skógræktarfélags Reykjavíkur í síma 564 1770.
Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum vefsíðuna alfred.is (sjá hér).