Fréttir

Styttist í aðalfund landssamtakanna

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, á Höfn í Hornafirði 28. – 30. ágúst 2009 Haldinn í Nýheimum á Höfn í Hornafirði Föstudagur 28. ágúst 9:30 Afhending fundargagna og kjörbréfa. 10:00 Fundarsetning og ávörp. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands Elín S. Harðardóttir, formaður Skógræktarfélags A-Skaftfellinga Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar Þröstur Eysteinsson, Skógrækt ríkisins 10:45 Skýrsla stjórnar Skógræktarfélags Íslands. Magnús Gunnarsson og Brynjólfur Jónsson Reikningar Skógræktarfélags Íslands. Brynjólfur Jónsson Skýrsla Landgræðslusjóðs. Guðbrandur Brynjúlfsson Fyrirspurnir um skýrslur stjórna. 11:45 Skipað í nefndir. Tillögur lagðar fram og kynntar. 12:15 Hádegisverður. 14:00 Vettvangsferð frá Nýheimum. Ekið suður á Mýrar að Eskey, gengið upp á Eskey og þaðan rölt yfir í Hellisholt. 16:30 Ekið frá Hellisholti í Haukafell. Brúarvígsla, gönguferð og gleði í Haukafelli.

21:00 Komið til Hafnar.

Laugardagur 29. ágúst 9:30 Fræðsluerindi Ari Þorsteinsson, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Virkjum sköpunarkraftinn sem í okkur býr Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor Landnám og útbreiðsla birkis á Skeiðarársandi Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur Hlýnun jarðar, hopun jökla Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóga, Skógrækt ríkisins Framtíðarsýn í íslenskri skógrækt Fyrirspurnir og umræður. 11:30 Hádegisverður. 13:00 Nefndarstörf í Nýheimum. 15:30 Skoðunarferð um skóga í nágrenni Hafnar. Hrossabithagi, Hafnarskógur og Einarslundur, þar sem minningarsteinn um Einar Hálfdánarson verður vígður. 20:00 Hátíðarkvöldverður í Mánagarði. Rúta frá Nýheimum kl. 19:30. Fordrykkur í boði umhverfisráðherra. Hátíðardagskrá í boði Skógræktarfélags A-Skaftfellinga. Ávarp umhverfisráðherra og heiðranir. Rúta gengur á hálftíma fresti frá Mánagarði eftir kl 24:00 til gististaða. Sunnudagur 30. ágúst 9:30 Afgreiðsla reikninga. 9:45 Afgreiðsla tillagna. 10:45 Almennar umræður. 11:30 Kosning stjórnar. 12:15 Fundarlok. 13:00 Fyrir þá sem hafa áhuga. Skoðunarferð í Steinadal í Suðursveit. Ekið á eigin bílum í Steinadal, þeir sem ekki komast yfir ána verða ferjaðir yfir á jeppum.

Skoðuð sjálfsáning og útbreiðsla stafafuru og hið beinvaxna steinadalsbirki.