Fréttir

Stefán og Elísabet sigurvegarar í Heiðmerkurhlaupinu

Stefán Pálsson og Elísabet Margeirsdóttir urðu sigurvegarar í fimmta Heiðmerkurhlaupinu sem hlaupið var laugardaginn 28. september.

Yfir tvö hundruð tóku þátt í hlaupinu. 138 hlupu 12 km Ríkishring. Og 93 til viðbótar tóku þátt í Skemmtiskokkinu sem í ár var 2,2 km.

Fallegt haustveður var í Heiðmörk og stór hluti hlaupsins inni í skóglendinu.

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir hlaupinu í samvinnu við Náttúruhlaup og Fjallakofann. Heiðmerkurhlaupið var fyrst haldið 2020 í tilefni af því að 70 ára voru liðin frá því Heiðmörk var vígð.

Úrslit í hlaupinu má sjá á timataka.net.

Myndin hér að ofan er frá sportmyndir.is. Á vefnum er hægt að fletta myndum úr hlaupinu eða leita að myndum eftir keppnisnúmeri.

Sigurvegarar í kvenna- og karlaflokkum með verðlaunapeninga, sem gerðir eru úr timbri úr Heiðmörk.
Sigurvegarar í Skemmtiskokkinu.
Stefán Pálsson, sigurvegari í karlaflokki.
Elísabet Margeirsdóttir, sigurvegari í kvennaflokki.