Fréttir

Starfsnemar í Heiðmörk

Löng hefð er fyrir því að Skógræktarfélag Reykjavíkur taki á móti starfsnemum, t.d. skógfræði- og skógtækni, til styttri eða lengri dvalar. Nemarnir fá einstakt tækifæri til að kynnast skógrækt á Íslandi og starfseminni í Heiðmörk. Verkefnin eru jafnan fjölbreytt en nemarnir taka til að mynda þátt í grisjun skógarins, fjölbreyttri viðarvinnslu og gróðursetningum.

Næstu tíu vikur verða þeir Peter og Matija frá Slóveníu starfsnemar hjá félaginu. Þeir eru við nám í skógtækni í skóla að nafni Visja Storkovna Sola sem er í bænum Postojna í Suð-Vestanverðri Slóveníu. Þeir munu kynnast fjölbreyttum skógarstörfum og upplifa árstíðaskiptin í skóginum.

Í vor er von á dönskum starfsnema til langrar dvalar og í sumar verða tveir nemar frá Frakklandi í nokkrar vikur. Skógrækarfélagið fagnar liðaukanum og býður nýju nemanna velkomna.