Fréttir

Starfsemi landnema í Heiðmörk

Einn af helstu hornsteinum Heiðmerkur eru 140 félagasamtök sem hafa meira og minna starfað þar frá því að stofnað var til útivistarsvæðisins. Hvert landnemafélag hefur sinn reit þar sem fjölskyldur fara saman í skógarferð og eiga góðar stundir við gróðursetningu, stígagerð og umhirðu skógarins, leik og lundarferð með nesti. Þá aðstoða starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur gjarnan með leiðbeiningar um verkefnin. Þetta er hluti af hefðbundnum ánægjulegum vorverkum sem fara fram í Heiðmörk sem undirstrikar svo skemmtilega að Heiðmörkin hefur öll orðið til sem ein stórt félagslegt verkefni, stjórnað af frjálsum félagasamtökum. Á þann hátt hefur útivistarsvæðið og skógurinn verið byggður upp af einkaframtaki félaga og fyrirtækja með stuðningi borgarinnar. Núna eru Soroptimistar að hefja störf í sínum reit og Rótarý-klúbburinn Reykjavík – Breiðholt var um helgina í sínum vorverkum, eins og sjá má á heimasíðu klúbbsins (hér – athugið sérstaklega myndbandið neðst) .