Það er spennandi helgi framundan í jólalandinu í Heiðmörk, sem skartar sínum fegursta vetrasrkúða þessa dagana. Sígrænar greinar furutrjánna svigna af hvítum þungum snjó og jörð er alhvít.
Opið er í Jólaskóginum í Hjalladal klukkan 11 – 16 laugardag og sunnudag. Þar er sannkölluð gleðistemning, varðeldurinn logar og skógarmenn bjóða upp áheitt kakó og piparkökur. Rauðklæddir gestir úr nærliggjandi fjöllum syngja jólalögin með börnunum, fara í leiki og skemmta fólki.
Jólamarkaðurinn á Elliðavatni er opinn 11 – 17 báða dagana . Þar er handverksfólk með ríkulegt úrval af fallegum og hagnýtum munum á hagstæðu verði. Þar er einnig hægt að kaupa höggvin jólatré, tröpputré og á Verkstæðinu fæst mikið úrval af skreytingum og leiðisskreytingum úr náttúrulegum efniviði skógarins.
Upplestur og tónlist klukkan 12.00. Barnastund í Rjóðrinu klukkan 14.00
Sjá nánar undir Jólamarkaður / Dagskrá helgarinnar.
Auk þess verða óvæntar uppákomur og skemmtiatriði.
Sjá kort undir Jólamarkaður / Kort
Jólatrjáasalan á Hlaðinu á Elliðavatnsbæ verður einnig opin mánudaginn 22. desember og á Þorláksmessu.