Fréttir

Söguganga við Elliðavatn í kvöld

Þriðjudag 22. júní klukkan 20 verður fræðsluganga í Heiðmörk á bökkum Elliðavatns með Helgu Sigmundsdóttur, en hún er nýútskrifuð í umhverfisskipulagi frá LHÍ.  Lokaverkefni Helgu fjallar um sögu og skipulag þessa svæðis og tekur hún sérstaklega fyrir dularfulla brú sem kölluð var Steinboginn og er núna öll undir yfirborði vatnsins, skammt frá gamla bænum.

Fyrir skömmu var brúin rannsökuð og kvikmynduð.