Starfshópur um Alþjóðlegt ár skóga 2011 á Íslandi fékk leyfi Sameinuðu þjóðanna til að dreifa í grunnskóla landsins, 7 mínútna dvd-mynd, SKÓGURINN OG VIÐ (e. Of Forests and Men) sem sérstaklega var gerð í tilefni ársins. Höfundur myndar er hinn virti Yann Arthus-Bertrand. Þótt Alþjóðlegt ár skóga sé liðið stendur myndin enn fyrir sínu. Íslenska útgáfan var unnin hjá Ljósmyndavörum ehf. Textann þýddu Hulda Guðmundsdóttir og Egill Ólafsson, sem jafnframt er þulur í myndinni.
Skógurinn og við
23 jan
2013