Fréttir

Skógurinn laðar til sín fágæta fugla

barrfinka01bt
Haustið er farið að setja mark sitt á fuglalífið í Heiðmörk. Mófuglakliðurinn er þagnaður, lóan og spóinn horfin, aðeins einn og einn hrossagaukur enn viðlátinn en lætur lítið á sér bera. En skógarfuglarnir eru ekki farnir, þvert á móti. Stórir hópar skógarþrasta sækja í reyniberin, og iðka sönglistina í leiðinni. Þetta eru ungir fuglar að æfa sig fyrir næsta vor. Nokkrir svartþrestir halda einnig til í Heiðmörk. Músarrindlar eru enn á sveimi og tína síðustu skordýrin. Auðnutittlingar maula birkifræin og í slagtogi með þeim eru nýlegir landnemar, barrfinkur. Ef lagt er við hlustir má heyra ofurmjótt tíst glókollsins ofan úr grenitrjánum og sé veðrið gott brestur hann jafnvel í söng.
glokollur06bt
Hér að ofan er mynd af Barrfinku og til hliðar er Glókollur. Neðar má sjá Krossnef, Svartþröst og Auðnutittling
krossnefur14bt
svartthrostur07bt
audnutittlingur23bt