Esjufréttir

Skógrækt með skólum í Esjuhlíðum

dreift_150_h_esjaSkógræktarfélag Reykjavíkur stendur nú fyrir átaki í skógrækt með grunnskólum í Reykjavík. Félagið hefur umsjón með útivistarsvæðinu í landi Mógilsár og Kollafjarðar og fer þar nú fram umfangsmikil stígagerð og skógrækt. Nemendur koma með kennurum sínum í Esjuhlíðar þar sem fræi af birki er safnað og síðan er farið ofar í fjallið, svo hátt sem hentar hverjum aldir og fræinu dreift í hálfgróið land. Enginn skortur er þarna á hálfgrónu landi og upplagt að nemendur sameini holla hreyfingu og aðstoði um leið við að klæða landið skógi. Birkiskógurinn ofan við bílastðið við Kollafjörð dafnar vel og gerir félagið sér vonir um að takast megi að hraða útbreiðslu hans um áratugi með aðstoð grunnskóla borgarinnar.