Esjufréttir

Skógrækt með skólum gengur vel

8__bekkur_25__sept_-langholtsskliÁ þriðja hundrað nemenda og kennara  úr grunnskólum borgarinnar hafa komið í Esjuhlíðar undanfarnar vikur
til  að taka þátt í verkefninu “Skógrækt með skólum”. Nóg er eftir af birkifræi í skóginum ofan við bílastæðið við Kollafjörð og nóg er af hálfgrónu landi ofar í hlíðum fjallsins þar sem dreifa  má fræinu. Ef allt fer að óskum gætu þúsundir birkitrjáa lítið dagsins ljós á næstu árum
í hinum snauðu og vindbörðu hlíðum Esjunnar fyrir ofan Mógilsá. Jafnframt myndast þarna ómetanlegur fræbanki birkisins.

Á myndinni sést vaskur hópur 8. bekkinga úr Langholtsskóla sem lagði Skógræktarfélaginu lið þann 25. september. Þau eru í huldufólksbyggðum á Kögunarhóli að lokinni frædreifingu, í fjarska sést yfir sundin og ekki blaktir hár á höfði.