Fréttir

Skógarleikarnir 2018

Skógarleikarnir í Furulundi í Heiðmörk

Hinir árlegu Skógarleikar verða haldnir laugardaginn 7.júlí í Heiðmörk. Eins og fyrri ár býður Skógræktarfélag Reykjavíkur til ævintýralegrar stemningar í Furulundi þar sem töfrar skógarins fá að njóta sín. Keppnin sjálf vekur ávallt mikla athygli þar sem skógarhöggsmenn leiða saman hesta sína og keppa í hefðbundnum skógarhöggsgreinum svo sem axarkasti, sporaklifri, bolahöggi og afkvistun trjábola.

Gestum á öllum aldri er boðið upp á að spreyta sig í tálgun úr ferskum við beint úr skóginum undir leiðsögn tálgumeistara. Félagið leggur mikið upp úr því að sýna skóginn í sinni fjölbreyttustu mynd og í ár verður sýnt hvernig hægt er að náttúrulita efni með hráefni úr skóginum.

Það verður að sjálfsögðu grillað snúrubrauð yfir varðeldi og rjúkandi ketilkaffi verður í lundinum ásamt grillveislu sem að Skógræktarfélagið býður upp á. Skógarleikja teepeetjaldið verður reist að vanda og þar verður seiðandi stemmning.

Skógræktarfélagið hlakkar mikið til og býður alla hjartanlega velkomna í Furulund 7.júlí!

Hægt er að fylgjast með undirbúningi keppninnar á instagram @skograektarfelagreykjavikur

Facebook: Smellið hér

Keppnisstjóri Skógarleikanna er Gústaf Jarl Viðarsson, dómari Böðvar Guðmundsson og kynnir Björn Bjarndal Jónsson.

Frekari upplýsingar veitir Skógarleikjastjórinn Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir í síma 690-9874.