Fréttir

Skógargöngur í sumar

Skógræktarfélag Reykjavíkur í samstarfi við Ferðafélag Íslands stendur fyrir skógargöngum þriðja fimmtudag í mánuði yfir sumarmánuðina og fram á haust (júní-september). Göngurnar eru á mismunandi svæðum sem eiga það þó öll sameiginlegt að vera í umsjón Skógræktarfélagsins. Skógargöngurnar verða í léttara lagi, tveggja til þriggja klukkutíma langar, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Fararstjórar eru þau Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélagsins. 

Fyrsta gangan er fimmtudaginn 16. júní kl. 18 en þá hittist göngufólk við Elliðavatnsbæinn. Jörðin Elliðavatn á sér sögu sem er samofin sögu Reykjavíkur en fyrstu heimilidir um jörðina eru frá 13. öld. Þjóðskáldið Einar Benediktsson ólst þar upp en faðir hans Benedikt Sveinsson stundaði þar búskap (sjá nánar hér). Ásamt því að fræðast um sögu staðarins verður gengið um nágrennið.

16. júní – kl. 18 – Elliðavatnsbær (sjá viðburð á Facebook hér).

21. júlí – kl. 18 – Borgarstjóraplan (sjá viðburð á Facebook hér).

18. ágúst – kl. 18 – Vífilsstaðavatn (sjá viðburð á Facebook hér).

15. september – kl. 18 – Esjuhlíðar (sjá viðburð á Facebook hér).

Hlökkum til að taka á móti gestum í þessar spennandi gönguferðir!