Fréttir

Skógarganga í Heiðmörk 17. júní

Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur gangast fyrir fjórum skógargöngum í sumar – þremur í Heiðmörk og þeirri fjórðu í Rauðavatnsstöðinni.

 

Fyrsta ganga sumarsins verður fimmtudaginn 17. júní. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands og Auður Kjartansdótttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur leiða för. Lagt verður upp frá Elliðavatnsbænum í Heiðmörk klukkan 10 um morguninn.

 

Skógargöngurnar verða í léttara lagi, tveggja til þriggja klukkutíma langar. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Fimmtudaginn 15. júlí verður söguganga um Heiðmörk með leiðsögn Kára Gylfasonar.  Fimmtudaginn 19. ágúst verður gengið frá Vífilsstaðahlíð. Og fimmtudaginn 16. september verður afmælisgangan um Rauðavatnsstöðina, með leiðsögn Jóns Geirs Péturssonar. Tilefnið er að í haust verða 120 ár liðin frá því að Skógræktarfélag Reykjavíkur var fyrst stofnað, til að kaupa landskika við Rauðavatn og rækta þar skóg.

 

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.