Fréttir

Skógarblót í Öskjuhlíð laugardagskvöldið 25. júní

Laugardaginn 25. júní kl. 21 standa Skógræktarfélag Reykjavíkur og Ásatrúarfélagið fyrir skógarblóti í Öskjuhlíð. Hilmar Örn Hilmarsson alsherjargoði og Alda Vala Ásdísardóttir Hvammverjagoði stýra blótinu en af þessu tilefni verður gróðursett reynitré. Athöfnin hefst klukkan 21:00 og fer fram við minnisvarða um Sveinbjörn Beinteinsson nálægt hofi Ásatrúarfélagsins (austan við Háskóla Reykjavíkur og Nauthól).

Félagið hefur staðið fyrir skógrblótum með Ásatrúarfélaginu áður og er hér um ræða kyngimagnaða stund fyrir alla fjölskyldunga í fallegu umhverfi. Ketilkaffi & kakó á boðstólum.

Viðburðuinn er hluti af dagskránni “Líf í lundi” sem er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að (sjá hér).

Ásatrúarfélagið er á meðl landnema í Heiðmörk og nefnist svæðið Baldurslundur.