Esjufréttir

Skaflinn í Gunnlaugsskarði

image001Skaflinn í Gunnlaugsskarði er horfinn. Veðuráhugamenn telja það til marks um hitastig og snjókomu undanfarinna mánaða hvort skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hverfur á sumrin eða ekki.
Nú er skaflinn horfinn og birtist hér mynd því til sönnunar sem tekinn var 18. september.
Þann 3. september var lítið eftir af skaflinum og hann klofinn í tvennt.
Telja Skógræktarfélagsmenn að leifarnar af fellibylnum Ike, sem skall á landinu í byrjun vikunnar, hafi skolað burt leifunum af þessum frægasta skafli landsins.