Brýn þörf er á að setja sérstök lög um Heiðmörk, tilgang hennar ogmarkmið. Á aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur nýverið var samþykkt aðbeina því til umhverfisráðherra að hann beiti sér fyrir slíkri lagasetninguí samstarfi við eigendur og umsjónaraðila útivistarsvæðisins í Heiðmörk. Í tillögunni kemur fram að Heiðmörk er fjölsóttasta útivistarsvæði landsins,fjölsóttara en sjálfur þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Heiðmörk er að mikluleyti manngerð með umfangsmikilli skógrækt sem hefur þann megintilgang aðþjóna íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsmönnum öllum, en hundruð þúsundaheimsækja Heiðmörk árlega til útivistar af fjölbreyttum toga. Þá er Heiðmörkhelsta vatnsforðabúr höfuðborgarsvæðisins. Því er mjög mikilvægt aðtil sé skýr rammi þar sem nýtingarmöguleikar eru vel skilgreindir, en slíkurrammi er ekki til í dag. Heiðmörk hefur mikla sérstöðu og getur t.d. hvorkikallast þjóðgarður né fólkvangur samkvæmt venjulegri skilgreiningu slíkrahugtaka. Í ályktun aðalfundar Skógræktarfélagsins var bent á að hafa mættitil hliðsjónar lög um Oslóarmörkina, norsk lög um útivistarsvæði í nágrenniOslóar. Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur, haldinn 7. apríl 2010, samþykkir eftirfarandi: Heiðmörk er helsta útivistarsvæði höfuðborgarinnar og nágrannabyggðarlaga. Aðdráttarafl þess eykst í samæmi við aukna gróðursæld þar og á hverju ári fjölgar þeim sem þangað sækja. Kannanir sýna að árlega kemur fleira fólk í Heiðmörk en sækir heim sjálfan þjóðgarðinn á Þingvöllum.Þau atvik hafa orðið á allra síðustu árum sem benda eindregið til þess að framtíð þessarar náttúruperlu, sem útivistarsvæði fyrir almenning, sé ekki tryggð. Við því þarf að bregðast með þeim hætti sem dugir. Fundurinn samþykkir að félagið beiti sér fyrir því að sett verði sérstök lög um málefni Heiðmerkur með norska löggjöf um Oslóarmörk sem fyrirmynd. Jafnframt samþykkir fundurinn að beina því til umhverfisráðherra að taka frumkvæði til að ná þessu markmiði og leiða þá til samstarfs sem helst eiga hagsmuna að gæta á svæðinu, til að sem sterkust samstaða geti náðst um málið. Samþykkt samhljóða. Nánari upplýsingar: http://www.regjeringen.no/nb/dep/md/dok/regpubl/otprp/2008-2009/otprp-nr-23-2008-2009-.html?id=541061 www.oslomarka.no/ Þröstur Ólafsson formaður SR: s. 8936010 [email protected] Helgi Gíslason framkvæmdastjóri SR: s. 8644228 [email protected]
Sérstök lög um Heiðmörk?
09 apr
2010