Fréttir

Reykvíkingar – heilbrigð og vistvæn jólatré ræktuð í garðinum okkar allra – Heiðmörk

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni verður opin kl. 11-16 um helgina. Til sölu eru hin frábæru tröpputré og nýhöggvin heilbrigð jólatré af ýmsum stærðum og gerðum. Þá verður jafnframt á boðstólum fjölbreytt úrval af glæsilegu íslensku handverki til sölu.
jolamark-jolatre
Hestar á Jólamarkaðnum 
Hestar verða á Jólamarkaðnum milli kl. 14 og 15 báða dagana og verður teymt undir börnum sem þess óska.

Laugardagur 15. desember
Barnastund í Rjóðrinu kl. 14 þar sem rithöfundurinn Auður Aðalsteinsdóttir les upp úr nýútkominni barnabók sem nefnist Anna í Grænuhlíð. Kveikt verður upp í varðeldi í Rjóðrinu og jólasveinninn lítur við.
Milli 13 og 14 lesa rithöfundarnir Einar Már Guðmundsson og Eiríkur Örn Norðdal upp úr nýútkomnum bókum sínum. Tónlistarflutningur verður á markaðnum kl 14.30. Kaffi og kakó á könnunni og vöfflur.
Sunnudagur 16. desember
Barnastund í Rjóðrinu kl 14. Þá mun rithöfundurinn Kristín Helga mæta með hund í bandi og lesa upp úr nýútkominni barnabók sem inniheldur hundasögur fyrir hundavini. Kveikt verður upp í varðeldi í Rjóðrinu og jólasveinninn lítur við. Milli kl. 13 og 14 lesa rithöfundarnir Stefán Máni úr bók sinni Húsið og Einar Kárason úr bók sinni Skáld.
Sævar Hreiðarsson skógarvörður Jólaskógurinn s. 893 2655
Gústaf Jarl Viðarsson markaðsstjóri Jólamarkaðar s. 856 0059
Sævar og Gústaf eru reiðubúnir að svara öllum spurningum um Jólaskóginn og Jólamarkaðinn. Einnig geta þeir gefið gestum góð ráð varðandi meðhöndlun jólatrjáa.