Á döfinni

Oslóartréið // Austurvallartréið

Oslóartréið // Austurvallartréið
Samnorræn jólastund í Heiðmörk
Laugardaginn 16.nóvember, kl 13:00 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fellir Oslóartréð á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk á laugardaginn 16. nóvember klukkan 13:00

Um er að ræða sitkagrenitré sem verður sett upp á Austurvelli og jólaljósin tendruð á trénu við hátiðlega athöfn þann 1. desember 2019

Einnig mun Reykjavíkurborg höggva tré sem það færir Færeyingum að gjöf. Það kemur til með að prýða Tinghúsvöllinn í miðborg Þórshafnar yfir hátíðarnar.

Viðstaddir verða fulltrúar færeysku sendistofunnar og norski sendiherrann. Eftir fellingu verður boðið upp á kaffistund í Nordmannslaget hytte á Torgeirsstöðum í Heiðmörk.

Eimskip sem hefur í gegnum árin flutt Oslóartréð til Íslands mun sjá um flutning á trénu til Færeyja.

HEIDMORK_torgeirstadir-NET

Meðfylgjandi er kort af staðnum þar sem tréð verður fellt á laugardaginn // Kort sem vísar fólki leiðina að Torgeirsstöðum.