Fréttir

Oslóartréð fellt í Heiðmörk

Oslóartréð var fellt í Heiðmörk í gær. Tréð er rúmlega tólf metra hátt sitkagreni sem líklega var gróðursett árið 1972. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi tréð með aðstoð Sævars skógarvarðar. Oslóartréð – jólatré Reykvíkinga – kom upphaflega sjóleiðina frá Noregi, sem tákn um vináttu borganna. Síðustu ár hefur verið hægt að sækja það í Heiðmörk, vegna þess hve vel skógurinn hefur vaxið og dafnað.

Kveikt verður á ljósunum á Oslóartrénu á Austurvelli núna á sunnudag, við hátíðlega dagskrá.

Jólatré Þórshafnarbúa hefur einnig komið úr Heiðmörk síðustu ár og hafa Eimskip flutt það til Færeyja. Kveikt var á ljósum trésins á Tinghúsvellinum síðasta laugardag.
Fjallað var um Oslóartréð meðal annars á mbl.is, á Visir.is og í kvöldfréttum RÚV.
Fallegt tré sem mun sóma sér vel á Austurvelli. Mynd: Hjördís Jónsdóttir.
Farmurinn var í stærra lagi þennan daginn.
Grenitré af ýmsum stærðum og gerðum í Heiðmörk.