Fréttir

Óskað eftir nýjum samningi um Heiðmörk

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur haldinn í Háskóla Íslands þann 13. apríl 2011, samþykkir að skora á borgaryfirvöld að endurnýja strax samning við Skógræktarfélag Reykjavíkur um rekstur og umsjón Heiðmerkur.

Síðastliðin sjö ár hefur félagið reynt að fá samninginn endurnýjan með góðum vilja ýmissa meirihluta borgarstjórnar en aldrei hefur tekist að ljúka þeim samningum. Því er skorað á borgarstjórn að ganga nú í þetta verk með Skógræktarfélaginu og ljúka því hið fyrsta.

Í mörg ár hefur verið halli á rekstri Heiðmerkur, sem skýrist af lækkandi framlögum borgarinnar til rekstrarins, jafnframt því að gestafjöldi sem nýtir svæðið til útivistar hefur stóraukist. Þessum halla hefur verið velt yfir á Skógræktarfélagið. Á þessu verður að finna viðhlítandi lausn til lengri tíma, sem báðir aðilar geta vel við unað.

 

Engar umræður urðu um tillöguna sem var samþykkt með  lófataki.