Á döfinni, Fréttir

Opið í Jólaskóginum á Hólmsheiði og á Jólamarkaðnum í Heiðmörk

Það var fallegt og notalegt á fyrstu opnunarhelgi Jólamarkaðsins í Heiðmörk um liðna helgi. Kór Norðlingaskóla söng. Góð þátttaka var í vinnustofu í gerð aðventukransa. Jólamarkaðstréð vakti lukku, sem og handverksmarkaðurinn og barnastund í Rjóðrinu.

Við bendum á Facebook-síðu Jólamarkaðsins. Opið er næstu þrjár helgar, milli 12 og 17.

Jólaskógurinn opnar

Um helgina opnar Jólaskógurinn á Hólmsheiði, þar sem fólk getur fellt eigið jólatré. Jólaskógurinn verður opinn næstu þrjár aðventuhelgar, frá 11 til 16.

Nánari upplýsingar um jólaviðburði félagsins eru hér.

Jólatré og umhverfið

Hvað er best fyrir umhverfið — grenitré, fura, gervitré eða kannski lifandi greni í potti? Hér er fróðleikur sem við tókum saman á aðventunni í fyrra,