Sigþór veiðivörður sendi okkur þessa mynd af Ólafíu Margréti Ólafsdóttur -OMO- með vænan urriða sem hún veiddi í Elliðavatni fyrir skömmu. OMO veiðir á maðk og notar flotholt. Urriðinn á myndinni veiddist undir Riðhól þar sem OMO er oft þaulsetin. Að sögn Sigþórs hefur veiðin gengið vel í sumar og meira veiðst af bleikju en undanfarin ár. Þá hafa nokkrir laxar náðst á land að undanförnu.
OMO krækir í þann stóra
21 ágú
2009