Á döfinni, Fréttir

Öll meðferð elds bönnuð í Heiðmörk og Esjuhlíðum

Öll meðferð elds hefur verið bönnuð á útivistarsvæðum félagsins í Heiðmörk og Esjuhlíðum. Bannið gildir jafnt um varðelda sem reykingar. Hvers kyns meðferð elds er bönnuð. Skilti hafa verið sett upp í Heiðmörk, í Esjuhlíðum og víðar, þar sem varað er við hættunni á gróðureldum.

Verði fólk vart við eld, er það beðið að hringja í 112. Miklu skiptir að skjótt sé brugðist við ef eldur kviknar. Gestir friðlandsins í Heiðmörk og í Esjuhlíðum, er hvattir til að hugsa vel um náttúruna.

Skógræktarfélag Reykjavíkur bendir fólki einnig á vefsíðuna Gróðureldar, þar sem hægt er að fræðast gróðureldum, forvarnir og viðbrögð við þeim.