Fréttir

Ókeypis molta og fuglaskoðun á Vormarkaðnum

net_vormarkaur_14_5_11_023

Hér má sjá áhugasama fuglaskoðara með Jakobi frá Fuglavernd á túninu við bæinn í gær. Það verður önnur fuglaskoðunarganga í dag klukkan 15. Hægra megin á myndinni er gámurinn frá Gámaþjónustunni. Þar er nóg af moltu  sem borgarbúar geta sótt sér á Elliðavatn og fengið endurgjaldslaust. Síðan er hin forvitnilega sýning Trérennismiða í gangi í Gamla salnum og heitt á könnunni hjá þeim heiðursmönnum.