Fréttir

Nýtt kort af Heiðmörk (sumar 2019)

Endurbætur á stígakerfi

Útivistarsvæði Heiðmerkur er í ferli úrbóta og endurskoðunar, kortið hér að neðan sýnir endurbætt skipulag svæðisins eins og það hefur þróast fram til sumarsins 2019. Með uppfærslu á merkingum stígakerfis er leitast við að skapa öruggari upplifun fyrir ókunnuga sem og fyrir fastagesti. Helstu breytingar snúa að merkingum á vinsælustu stígunum. Til að einfalda kerfið hafa verið skipulagðar hringleiðir sem eru merktar með nafni og lit.

stadsetning

Í neyðartilfellum: hringið í 112

Hringið í 112 til að tilkynna öll slys, alvarleg meiðsli eða mengunaróhöpp á vatnsverndarsvæðinu. Til að auðvelda gestum að staðsetja sig í tilfelli óhappa er verið að setja upp merkingar með nákvæmri staðsetningu á mikilvæga pósta og á alla vegvísa. Flestir innviðir Heiðmerkur, þar á meðal vegvísar og póstar, eru merktir með rauðu neyðarmerki. Hnitin á merkinu hjálpa Neyðarlínunni að staðsetja þig. Merkið vísar einnig til staðsetningar þinnar í hnitakerfi kortsins.

Smellið á myndina til þess að opna kortið í fullri stærð í nýjum flipa. Hér má hlaða niður kortinu á PDF-formi (6,8 MB).

 

HEIDMORK_KORT_SUMAR_2019