Endurbætur á stígakerfi
Útivistarsvæði Heiðmerkur er í ferli úrbóta og endurskoðunar, kortið hér að neðan sýnir endurbætt skipulag svæðisins eins og það hefur þróast fram til haustsins 2018. Með uppfærslu á merkingum stígakerfis er leitast við að skapa öruggari upplifun fyrir ókunnuga sem og fyrir fastagesti. Helstu breytingar snúa að merkingum á vinsælustu stígunum. Til að einfalda kerfið hafa verið skipulagðar hringleiðir sem eru merktar með nafni og lit. Til að auðvelda gestum að staðsetja sig í tilfelli óhappa er verið að setja upp merkingar með nákvæmri staðsetningu á mikilvæga pósta og á alla vegvísa. Á þessum merkingum verður númer Neyðarlínunnar og landfræðilegt staðsetningartákn. Starfsmenn Skógræktarfélagsins munu halda áfram að setja upp þetta kerfi um allt útivistarsvæðið.