Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur

Auður Kjartansdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður er með B.S. gráðu í landfræði, cand. mag gráðu í landfræðilegum upplýsingakerfum og meistaragráðu í forystu og stjórnun.  Hún hefur starfað sem sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands frá árinu 2005.  Einnig hefur Auður starfað í nokkur ár sem fjallaleiðsögumaður. Hún var verkefnisstjóri hjá Héraðsskógum og hefur verið fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands um árabil.  Auður er gift Páli Guðmundssyni og eiga þau saman tvö börn.