Fréttir

Ný stefnumótun 2022-2030

Ný stefnumótun fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur, 2022 til 2030, hefur verið samþykkt af stjórn félagsins. Stefnumótunin er aðgengileg hér.

Starfsemi Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur vaxið og dafnað og orðið fjölbreyttari á undanförnum árum og áratugum. Skógar njóta vaxandi vinsælda vegna lýðheilsuáhrifa þeirra og þeirra fjölbreyttu útivistarmöguleika sem skóglendi býður upp á. Verkefni félagsins hafa því vaxið, eins og segir í inngangi stefnumótunarinnar, „frá því að vera einskorðað við gróðursetningu plantna í Heiðmörk yfir í fjölbreytt útivistarverkefni í Reykjavík, í Fellsmörk, Esjuhlíðum, Múlastöðum og Reynivöllum auk skógarumhirðu, sölu og þróun viðarafurða.“

Félagið vinnur einnig að fjölbreyttum verkefnum líkt og loftslagsskógum í Úlfarsfelli, í samstarfi við Reykjavíkurborg. Á næstu árum munu áskoranir í umhverfis- og loftslagsmálum og gildi skógræktar í þeim efnum hafa áhrif á störf félagsins. Sem og mikilvægi lýðheilsuáhrifa skóga.

Vinna við endurskoðun fyrri stefnumótunar hófst í byrjun árs 2022. Gerð var könnun á viðhorfum félagsmanna og samstarfsaðila til til starfseminnar og spurt út í áhersluatriði og skoðanir. Endurskoðun stefnumótunarinnar hefur meðal annars falið í sér greiningu á núverandi stöðu og umfjöllun um áskoranir og tækifæri sem framundan eru.

Tilgangur félagsins er sem fyrr „að vinna að skógrækt, trjárækt og landbótum fyrir almenning í Reykjavík og víðar. Vill félagið með því stuðla að bættu samspili og lífsskilyrðum manna, dýra og gróðurs.“