Fréttir

Ný og spennandi námskeið á haustdögum

n681912382_7265

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur hafið spennandi samvinnu við Endurmenntunarskólann og Landbúnaðarháskólann um námskeiðahald á Elliðavatni. Hér er röð af námskeiðum í ýmis konar skreytingum undir frábærri leiðsögn Hjördísar Reykdal Jónsdóttur, svo sem:

Innpakkningar fimmtudaginn 9. október

Haustkransar úr efniviði skógarins laugardaginn 25. október

Aðventukransar laugardaginn 22. nóvember.

Sjá nánar undir flipanum Fræðsludagskrá hér til hliðar eða á heimasíðu Landbúnaðarháskólans

 

Einnig verður í samvinnu við Endurmenntunarskólann námskeið í Grjóthleðslu  undir handleiðslu Guðjóns Kristinssonar og námskeið sem ber nafnið Lesið í skóginn – tálgað í tré sem Ólafur Oddsson kennir.

Skráning fer fram á síðu Tækniskólans og nánari upplýsingar fást í s. 514 9000.