Hópur norsks skógræktarfólks frá Sogni og Fjörðunum var nýverið á ferðinni á Íslandi að kynna sér skógarmál hérlendis. Kom hópurinn í heimsókn á Heiðmörk þar sem gestirnir fengu kynningu á skógræktarfélögunum.
Norski hópurinn fékk sér hádegisverð í Gamla salnum með starfsfólki Skógræktarfélags Íslands og nokkrum starfsmönnum Skógræktarfélags Reykjavíkur (Mynd:ES).
Að hádegisverði loknum hlýddu gestirnir á erindi um skógræktarfélögin (Mynd:ES).