Fréttir

Norðmenn heimsækja Heiðmörk ásamt borgarstjóra

Í gær fengum við góða heimsókn Norðmanna í Heiðmörk ásamt Degi borgarstjóra og fylgdarliði. Þetta voru þær Khamshajiny Gunaratnam, varaborgarstjóri Óslóar, og Cecilie Landsverk sendiherra. Erindið var að skoða hvort hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur fyndist fallegt jólatré fyrir næstu jól.

Það tókst, við fundum glæsilegt tré sem mun vafalaust sóma sér vel á Austurvelli að ári. Þá var landnemareitur Norðmanna skoðaður og litið við á Torgeirsstöðum þar sem danskir skógfræðinemar helltu upp á ketilkaffi og grilluðu pylsur handa gestunum.

Sendifrú Noregs, Helgi og Norðmaður úr fylgdarliði